Vistaksturskennsla styrkt

Ökumenn geta bráðlega fengið kennslu í vistvænum akstri.
Ökumenn geta bráðlega fengið kennslu í vistvænum akstri. Mbl.is/Árni Sæberg

Vist­akst­ur­kennsla verður styrkt af rík­is­stjórn­inni. Verk­efnið hef­ur verið til reynslu í eitt ár í Belg­íu. Ávinn­ing­ur­inn er meðal ann­ars minni meng­un, lægri slysatíðni, minni inn­flutn­ing­ur á eldsneyti og bætt um­ferðar­menn­ing.

Sam­eig­in­legt verk­efni 

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í morg­un að styrkja evr­ópu­verk­efni í vist­akst­urs­kennslu. Aðrir bak­hjarl­ar verk­efn­is­ins verða Toyota á Íslandi og Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands (VÍS).

Land­vernd mun ann­ast rekst­ur verk­efn­is­ins á Íslandi og Orku­setrið á Ak­ur­eyri verður sam­starfsaðili við fram­kvæmd og kynn­ingu.

Fimm akst­urs­herm­ar vænt­an­leg­ir 

Land­vernd mun sjá um kennsl­una með akst­urs­herm­um sem hannaðir voru af EcoLi­fe í Belg­íu í sam­starfi við Toyota í Evr­ópu. Verk­efnið hef­ur verið til reynslu í 1 ár í Belg­íu en nú stend­ur til að fjölga þátt­tökuþjóðum og fara af stað með verk­efnið í Nor­egi, á Spáni, í Bretlandi og á Íslandi. Fimm akst­urs­herm­ar verða flutt­ir til Íslands og eru þeir vænt­an­leg­ir síðsum­ars.

Mik­ill ávinn­ing­ur fyr­ir sam­fé­lagið

Sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur af vist­akstri er mik­ill og margþætt­ur og má t.d. nefna minni meng­un, lægri slysatíðni, minni inn­flutn­ing á eldsneyti og bætta um­ferðar­menn­ingu. Stefnt er að því að kenna um 10.000 öku­mönn­um á 12 mánuðum en auk þess verða akst­urs­herm­arn­ir notaðir á viðburðum og kynn­ing­um af ýmsu tagi þar sem gest­ir og gang­andi munu fá upp­lýs­ing­ar um vist­akst­ur og tæki­færi til að prófa akst­urs­herm­ana. Þá verður í kynn­ingu á átak­inu horft til þess að miðla upp­lýs­ing­um um lyk­il­atriði í vist­akstri.

Mæl­ing­ar sýna að eyðsla og út­blást­ur þeirra sem til­einka sér vist­akst­ur minnk­ar um 5-10% en út frá því má áætla að eft­ir 12 mánuði muni út­blást­ur minnka um sem nem­ur u.þ.b. 3.000 tonn­um á ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert