98% þolenda eru konur

Sönnunarbyrðin reynist konum oft erfið í nauðgunarmálum þar sem réttarkerfið krefst þess að þær geti sýnt sem allra mesta líkamlega áverka. En raunin er sú, að í fæstum tilvikum geta þær konur sem verða fyrri nauðgun veitt mótspyrnu.

Þetta er ein af ástæðum þess að mörgum nauðgunarkærum er vísað frá dómi, segir Anna Bentína Hermansen, ráðskona öryggisráðs Femínistafélags Íslands.

Femínistafélagið afhenti í dag hvatingarverðlaun sín, bleika steina, til dómsmálaráðherra, forseta hæstaréttar, dómarafélags Íslands og kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar.

Verðlaunin eru jafnan veitt aðilum sem stöðu sinnar vegna geta haft lykiláhrif á framgang jafnréttis kynjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert