Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga

Langreyður skorin í Hvalfirði
Langreyður skorin í Hvalfirði mbl.is/RAX

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hef­ur samþykkt álykt­un þar sem stjórn­völd eru hvött til þess að gera allt í sínu valdi til þess að end­ir verði bund­inn á hval­veiðar í at­vinnu­skyni. Síðar í mánuðinum mun Alþjóðahval­veiðiráðið funda í Chile þar sem rætt verður meðal ann­ars um hvernig hægt sé að vernda hvala­stofn­inn.

Nick Rahall, talsmaður demó­krata, seg­ir að meng­un, lofts­lags­breyt­ing­ar og veiðar ógni hvala­stofn­in­um. Seg­ir Rahall að Íslend­ing­ar og Jap­an­ar nýti sér hverja smugu sem finn­ist til þess að veiða hvali und­ir því yf­ir­skyni að um vís­inda­veiðar sé að ræða.

Kem­ur fram í frétt AP frétta­stof­unn­ar að Íslend­ing­ar hafi hætt hval­veiðum árið 1986 í sam­ræmi við samþykkt­ir Alþjóðahval­veiðiráðsins en hafið þær að nýju árið 2006. Jap­an­ir og Norðmenn hafi staðið þétt við hlið Íslend­inga í þeirri viðleitni að hefja hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert