Engin ummerki sáust um ísbirni á Hornströndum þegar farið var eftirlitsflug um friðlandið þar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandarfriðlandsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá LHG í dag.
Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu.
Myndirnar tók Henning Þór Aðalmundsson stýrimaður og sigmaður á þyrlunni.