Hálendisbjörn er hugsanlegur

Hvítabjörn á hálendi Íslands er ekki allt of ósennilegt að …
Hvítabjörn á hálendi Íslands er ekki allt of ósennilegt að mati Þorsteins. Reuters

„Þessi dýr geta farið hratt yfir og þetta er ekk­ert allt of ósenni­legt," sagði Þor­steinn Sæ­munds­son for­stöðumaður nátt­úru­stofu Norður­lands í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins er hann var innt­ur eft­ir skoðun hans á meint­um bjarn­dýrs­spor­um á Hvera­völl­um.

Þor­steinn sagði að fyrst þyrfti að staðfesta að um bjarn­dýrs­spor væri að ræða áður en nokk­ur hætta væri tal­in á ferðum. 

Þor­steinn sagði að hvíta­birn­ir ferðist ótrú­leg­ar vega­lengd­ir á hverju ári. Þeir eru harðger dýr sem geta lifað mánuðum sam­an án mat­ar og éta þá gróður og þang.

„Þessi vega­lengd frá sjó og upp á há­lendi Íslands er ekk­ert stór­kost­legt þó að þetta sé langt og að það sé skrýtið að eng­inn hafi séð til hans ef þetta er björn," sagði Þor­steinn að lok­um.

Lög­regl­an á Blönduósi seg­ir að at­hugað verði í fyrra­málið hvort gripið verði til frek­ari aðgerða. Að sögn varðstjóra komu lýs­ing­ar ferðamann­anna heim og sam­an við bjarn­dýrsþófa og gátu þau teiknað upp mynd af spor­un­um sem virt­ist mjög trú­verðum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert