Innkaupsverð á bensíni hefur hækkað um 59%

Friðrik Tryggvason

Frá því í fyrrahaust hefur innkaupsverð á hvern lítra af bensíni og dísilolíu hækkað mjög. Í október 2007 var reiknað innkaupsverð á bensíni 33,63 kr/l og 38,22 kr/l á dísilolíu. Fram til apríl í ár hefur innkaupsverðið á bensíni hækkað um næstum 20 kr á lítra, sem er 59%. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Þar kemur fram að innkaupsverð á dísilolíu hefur hækkað um nærri 30 kr á lítra, eða um 76%. Á sama tíma hefur útsöluverð á bensíni hækkað um 17% en á dísilolíu um 25%.

„Hlutur olíufélaganna í endanlegu verði hefur því dregist saman að undanförnu. Framlegð olíufélaganna (endanlegt söluverð að frádregnum sköttum og vörugjaldi ásamt reiknuðu innkaupsverði, sem hlutfall af innkaupsverði) af dísilolíu var yfir 60% í október í fyrra en er nú 29%.

Framlegð í bensínsölu var 78% en er nú 46%. Olíufélögin virðast þannig ekki hafa fært alla hækkun innkaupsverðsins yfir á neytendur þótt mjög hafi verið kvartað yfir verðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert