Jón Ásgeir úr stjórn FL

Jón Ásgeir og Jón Sigurðsson
Jón Ásgeir og Jón Sigurðsson Ómar Óskarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, ætlar ekki að bjóða sig fram til stjórnar á hluthafafundin félagsins í dag. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, kemur ný inn í stjórnina.

Tillaga liggur fyrir hluthafafundi um að fækka stjórnarmönnum úr 7 í 5. Auk Jóns Ásgeirs ganga þeir Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason úr stjórninni.

Af 66. grein hlutafélagalaga má draga þá ályktun að Jóni Ásgeiri sé ekki heimilt að sitja í stjórn eða vera framkvæmdastjóri í íslenskum félögum eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi 5. júní síðastliðinn. Gildir það í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins.

Fundur FL Group í dag er fyrsti hluthafafundur félags þar sem Jón Ásgeir situr í stjórn eftir niðurstöðu Hæstaréttar.

Samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti er Jón Ásgeir stjórnarmaður í 22 félögum á Íslandi. Auk FL Group eru það félög eins og 365, Baugur Group, Styrkur, Stoðir, Hagar og ýmis fjárfestingarfélög. Fjölmörg fyrirtæki eru svo rekin undir þessum félögum bæði á Íslandi og erlendis.

Auk Ingibjargar Pálmadóttur munu þau Katrín Pétursdóttir, Þorsteinn M. Jónsson, Eiríkur S. Jóhannesson og Árni Hauksson verða sjálfkjörin í stjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert