Kajakræðari hættur við hringferð

Marcus Demuth, áður en hann hóf kajakferð sína.
Marcus Demuth, áður en hann hóf kajakferð sína. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gærkvöldi og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið.  Að sögn Landhelgisgæslunnar var Demuth staddur í Stykkishólmi þegar hann hafði samband og sagðist hann ætla að snúa heim í dag eða á morgun en gaf ekki nánari skýringar.

Í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að Demuth hefur tafist mjög á ferð sinni og lent í nokkrum hremmingum.  Í síðustu viku lenti hann í brimi á Snæfellsnesi og braut trefjabát sinn en fékk gert við hann á Hellissandi hjá Hafsteini Björnssyni vélstjóra.  Þá hafði hann týnt vara árinni sinni, misst út gervihnattaveðurspá og átt í vandræðum með VHF-talstöðina.  Demuth lagði af stað frá Geldinganesi í Reykjavík, 7. júní. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert