Kvennamessa við laugarnar

Kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands, verður farin í dag, 19. júní, kl. 16.15. Gangan hefst við Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs.

Klukkan 17 verður móttaka Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík í samkomusal Hallveigarstaða, kjallara. Erindi flytja Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ, Steinunn Valdís Óskarsdóttir alþingismaður og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní.

Að erindum loknum verður boðið upp á veitingar og kaffispjall.

Kl. 20.30 í kvöld verður kvennamessa við Þvottalaugarnar í Laugardal, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra prédikar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert