Sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna

Karl­maður á þrítugs­aldri var í Héraðsdómi Norður­lands vestra sak­felld­ur fyr­ir vörslu fíkni­efna og gert að greiða 85 þúsund krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs. Upp­tæk eru 17,53 grömm af marijú­ana en hald var lagt á þessi fíkni­efni við rann­sókn máls­ins.

Maður­inn var stöðvaður af lög­regl­unni á Blönduósi þann 20. des­em­ber sl. og fund­ust efn­in í tösku í far­ang­urs­rými bif­reiðar­inn­ar sem maður­inn ók og stöðvuð var á Norður­lands­vegi við al­mennt um­ferðareft­ir­lit.

Sam­kvæmt saka­vott­orði var maður­inn fyrst dæmd­ur þegar hann var tví­tug­ur  en þá var hann dæmd­ur í 8 mánaða fang­elsi skil­orðsbundið í 3 ár fyr­ir ránstilraun. Með dómi 24. nóv­em­ber sama ár var skil­orðsdóm­ur­inn tek­inn upp og ákærða dæmd­ur hegn­ing­ar­auki fyr­ir fjár­svik. Var refs­ing þá ákveðin 9 mánaða fang­elsi skil­orðsbundið í 3 ár.

Refs­ing sam­kvæmt þeim dómi var einnig dæmd upp með dómi 1. fe­brú­ar 2005, sem ákærði hlaut fyr­ir fjár­svik. Þar var refs­ing ákveðin 11 mánaða fang­elsi skil­orðsbundið í 3 ár. Ákærði hlaut næst dóm 20. maí 2005 fyr­ir fíkni­efna­brot en var ekki gerð refs­ing.

Þá hlaut ákærði sekt­ar­dóma 23. júní og 28. nóv­em­ber 2005 fyr­ir fíkni­efna- og um­ferðarlaga­brot. Hinn 3. ág­úst 2006 var hann dæmd­ur fyr­ir brot gegn lög­um um áv­ana- og fíkni­efni og gert að greiða sekt en skil­orðsdóm­ur ekki dæmd­ur upp. Hinn 13. apríl 2007 gekkst ákærði und­ir sátt vegna brota gegn um­ferðarlög­um og lög­um um áv­ana- og fíkni­efni.

Í júlí­mánuði sama ár var hon­um ekki gerð sér­stök refs­ing fyr­ir brot gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um. Loks var hann í októ­ber 2007 dæmd­ur til greiðslu sekt­ar fyr­ir brot gegn um­ferðarlög­um og lög­um um áv­ana- og fíkni­efni auk þess sem hann var svipt­ur öku­rétti.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka