Vilja endurskoða stöðu RÚV

„Þetta er í skoðun, það er alveg ljóst,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um það hvort til greina komi að draga Ríkisútvarpið út af auglýsingamarkaði. „Við munum fara yfir málin í heild í tengslum við boðuð fjölmiðlalög og þar með talið auglýsingahlutdeild Ríkisútvarpsins.“

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segist fylgjandi því að dregið verði úr hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í tengslum við gerð nýrra fjölmiðlalaga. „Það er samdráttur á auglýsingamarkaði og auglýsingatekjur eru það sem frjálsir miðlar treysta helst á. Samkeppnisstaða þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu er nógu bjöguð fyrir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert