Arnaldur hlaut Blóðdropann

Arnaldur hlaut Blóðdropann í ár.
Arnaldur hlaut Blóðdropann í ár. mbl.is/Viktor Arnar Ingólfsson

Blóðdrop­inn, verðlaun sem Hið ís­lenska glæpa­fé­lag veit­ir fyr­ir bestu glæpa­sög­una 2007 voru af­hent fyr­ir skömmu í bóka­versl­un­inni Ey­munds­son í Aust­ur­stræti í Reykja­vík og varð Arn­ald­ur Indriðason hlut­skarp­ast­ur. Arn­ald­ur veitti verðlaun­un­um sjálf­ur viðtöku úr hendi dóm­nefnd­ar for­manns­ins Kristjáni Jó­hanni Jóns­syni.

Að mati dóm­nefnd­ar­inn­ar var bók Arn­ald­ar, Harðskafi besta glæpa­sag­an sem gef­in var út á síðasta ári. Sú bók sem hlýt­ur Blóðdrop­ann er sjálf­krafa til­nefnd sem fram­lag Íslands til sam­keppn­inn­ar um hin nor­rænu Gler­lyk­ils verðlaun.

Arn­ald­ur hef­ur tvisvar áður hlotið Gler­lyk­il­inn og gæti því orðið fyrst­ur höf­unda til að hljóta hann þris­var. 

Kristján Jó­hann sem af­henti Blóðdrop­ann sagði að sam­keppn­in hafi verið hörð í ár og færi harðnandi. Með hon­um í dóm­nefnd­inni voru þær Ingi­björg Rögn­valds­dótt­ir og Anna Ing­ólfs­dótt­ir. 

Álit dóm­nefnd­ar
„Verðlauna­sag­an að þessu sinni er skrifuð af þjálfuðum sagna­smið. Hún læt­ur ekki sér­lega mikið yfir sér við fyrstu sýn en dýpk­ar við hverja stund sem lesið er. Örlagaþræðir óskyldra per­sóna spinn­ast sam­an og aðal­per­són­an finn­ur í sög­um annarra það sem hann leit­ar að í sínu eig­in lífi. Það sem hann þráir ger­ir hann að framúrsk­ar­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manni.

 Verðlauna­sag­an Harðskafi eft­ir Arn­ald Indriðason er djúp eins og vötn­in sem tengj­ast fléttu sög­unn­ar. Hún er líka lif­andi eins og þau, líf­ríki henn­ar er sterkt og fjöl­breytt. Hún er hins veg­ar ekki köld eins og vötn­in þar sem þau eru dýpst. Sagt er frá heit­um til­finn­ing­um, ást og tryggð, ótryggð og græðgi, metnaði og særðu stolti.

Það er ánægja og heiður að því að veita Arn­aldi Indriðasyni blóðdrop­ann árið 2008. Þess skal getið að sam­keppn­in var mjög hörð og virðist reynd­ar harðna ár frá ári."
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert