Einungis 33 kaupsamningum þinglýst

Meðalupphæð samninganna var 29,6 milljónir króna.
Meðalupphæð samninganna var 29,6 milljónir króna. mbl.is/Golli

Þrjá­tíu og þrem­ur kaup­samn­ing­um var þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu frá 13. júní til og með 19. júní 2008. Þar af voru 20 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 7 samn­ing­ar um sér­býli og 6 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 976 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 29,6 millj­ón­ir króna.

Til sam­an­b­urðar var 213 kaup­samn­ing­um þing­lýst vik­una 15.- 21. júní í fyrra og var velt­an þá 6.442 millj­ón­ir króna. 

Á vef Fast­eigna­mats rík­is­ins seg­ir: „Á sama tíma var 6 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Ak­ur­eyri. Þar af voru 3 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 1 samn­ing­ur um sér­býli og 2 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 205 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 34,1 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 5 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af voru 2 samn­ing­ar um sér­býli og 3 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 49 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 9,8 millj­ón­ir króna.

Vak­in er at­hygli á að meðal­upp­hæð kaup­samn­ings er ekki hægt að túlka sem meðal­verð eigna og þar með sem vís­bend­ingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaup­samn­ing­ur get­ur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eign­ir eru mis­stór­ar, mis­gaml­ar o.s.frv."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert