Einungis 33 kaupsamningum þinglýst

Meðalupphæð samninganna var 29,6 milljónir króna.
Meðalupphæð samninganna var 29,6 milljónir króna. mbl.is/Golli

Þrjátíu og þremur kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 13. júní til og með 19. júní 2008. Þar af voru 20 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 976 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna.

Til samanburðar var 213 kaupsamningum þinglýst vikuna 15.- 21. júní í fyrra og var veltan þá 6.442 milljónir króna. 

Á vef Fasteignamats ríkisins segir: „Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 205 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,1 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 49 milljónir króna og meðalupphæð á samning 9,8 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert