Hesthús í Fjárborgum austan við Rauðavatn brann til kaldra kola í nótt. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru engin dýr í húsinu.
Slökkviliði barst tilkynning um brunann um hálfeitt leytið og var að störfum til þrjú í nótt. Að sögn slökkviliðs var húsið það mikið brunnið þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang að húsið var látið brenna niður. Ekki er vitað um upptök brunans.