Hver á skóinn?

Starfsmaður hjá sýslu­mann­sembætt­inu í Reykja­vík hafði sam­band við mbl.is og vildi koma því á fram­færi að hjá embætt­inu væri skór sem ein­hver týndi á bíla­stæðinu við Skóg­ar­hlíð 6.

Um er að ræða sandala á hægri fót í stærð 23. Er skór­inn hvít­ur á lit með bleikri rós. Vilja starfs­menn embætt­is­ins að litla stúlk­an sem glataði skón­um fái hann aft­ur og er hægt að nálg­ast hann á skrif­stofu sýslu­mann­sembætt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert