Kjaradeilu háskólamanna vísað til ríkissáttasemjara

Samstarfshópur 24 stéttarfélaga háskólamanna fundaði í dag með Samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 11 í morgun og eftir fimm klukkustunda viðræður ákvað Samninganefnd ríkisins að vísa kjaradeilum allra félaganna til ríkissáttasemjara. 

 
Margt rætt en engar yfirlýsingar

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM og talsmaður hópsins segir að augljóslega hafi gefist tími til að ræða ýmis mál á fundinum. „Þó er ekki tímabært að ræða nein smáatriði fundarins. Deilunni hefur nú verið vísað til sáttasemjara þar sem aðilar náðu ekki saman” segir Guðlaug ennfremur.
 
Fundur hjá sáttasemjara á miðvikudag
Ríkissáttasemjari hefur boðað hópinn á sinn fund næstkomandi miðvikudag, 25. júní, klukkan 13.
 
Í samstarfshópnum eru 21 aðildarfélög BHM ásamt stéttarfélögum lyfjafræðinga, verkfræðinga og tæknifræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert