Í kjölfar fregna af bjarndýrssporum sem reyndust vera för eftir hesta velta bændur sem eiga upprekstur á Auðkúluheiði því nú fyrir sér hvað hestur sé eiginlega að gera á þessum slóðum en heiðin á að vera búfénaðarlaus.
Samkvæmt fjallskilareglum er ekki búið að leyfa upprekstur á heiðina þannig að þar á ekki að vera neinn búfénaður. Reyndar er hvergi minnst á ísbirni varðandi upprekstur þannig að þó svo hann hefði verið þarna þá hefði hann verið í fullum rétti.