Kom ísbjörn upp um hestana?

Hvítabjörn má samkvæmt fjallskilareglum vappa um hálendi Íslands en búfénaður …
Hvítabjörn má samkvæmt fjallskilareglum vappa um hálendi Íslands en búfénaður þarf að fara eftir settum reglum. Reuters

Í kjöl­far fregna af bjarn­dýrs­spor­um sem reynd­ust vera för eft­ir hesta velta bænd­ur sem eiga upp­rekst­ur á Auðkúlu­heiði því nú fyr­ir sér hvað hest­ur sé eig­in­lega að gera á þess­um slóðum en heiðin á að vera bú­fénaðarlaus.

Sam­kvæmt fjallskila­regl­um er ekki búið að leyfa upp­rekst­ur á heiðina þannig að þar á ekki að vera neinn bú­fénaður. Reynd­ar er hvergi minnst á ís­birni varðandi upp­rekst­ur þannig að þó svo hann hefði verið þarna þá hefði hann verið í full­um rétti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert