Tuttugu manna hópur lagði af stað um átta leytið í morgun að Hveravöllum til þess að kanna hvort ísbjörn sjáist þar, en í gær barst lögreglunni tilkynning frá umsjónarmanni á Hveravöllum um að tveir erlendir ferðamenn hafi rekist á bjarndýrsspor á svæðinu.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi mun hópurinn ganga í átt að Þjófadölum og kanna aðstæður. Þrátt fyrir mikla leit við Hveravelli í gær tókst ekki að finna sporin aftur.