Miðaldra par með kókaín

Karl­maður og kona um fimm­tugt hafa verið úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til mánu­dags. Þau voru stöðvuð við reglu­bundið eft­ir­lit toll­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli á þriðju­dag og leynd­ust í tösku þeirra um 300 grömm af kókaíni. Fólkið, sem er frá Hollandi og kom hingað frá Amster­dam, gerði litla til­raun til að fela efn­in.

Að sögn Eyj­ólfs Kristjáns­son­ar, full­trúa hjá embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, geng­ur rann­sókn vel en viðbúið er að gæslu­v­arðhaldið verði fram­lengt, þó svo að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um það enn. Eyj­ólf­ur seg­ir rann­sókn á máli fer­tugs Hol­lend­ings sem sit­ur í varðhaldi til 3. júlí nk. vegna til­raun­ar til inn­flutn­ings á 800 g af kókaíni miða ágæt­lega. Fleiri hafa þó ekki verið hand­tekn­ir vegna máls­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert