Minni áhugi á kennslu?

Eft­ir­spurn eft­ir kenn­ara­námi hef­ur dvínað und­an­far­in ár. Þess­ar­ar þró­un­ar virðist bæði gæta hér á landi og í ná­granna­lönd­un­um og þró­un­in er áhyggju­efni, að sögn Önnu Krist­ín­ar Sig­urðardótt­ur, for­stöðumanns kenn­ara­braut­ar við Kenn­ara­há­skóla Íslands.

Um­sókn­ir um nám í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum við Kenn­ara­há­skól­ann voru 270 í ár en í fyrra voru um­sókn­irn­ar 392. Þess­ar töl­ur segja þó ekki alla sög­una að sögn Önnu Krist­ín­ar. Í ár var nem­end­um aðeins heim­ilt að sækja um eina náms­leið við KHÍ, en í fyrra mátti sækja um fleiri.

Við skól­ann eru all­nokkr­ar náms­leiðir í boði, þar á meðal leik­skóla­kenn­ara­nám, íþrótta­kenn­ara­fræði, þroskaþjálf­a­fræði og tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði. Anna Krist­ín seg­ir að heild­ar­um­sókn­ar­fjöldi í skól­ann sé álíka mik­ill í ár og í fyrra. Spurð um skýr­ing­ar á fækk­un um­sókna um grunn­skóla­kenn­ara­nám bend­ir Anna Krist­ín á að fram­boð á há­skóla­námi hafi auk­ist mjög ár frá ári á síðustu árum.

Áður fyrr hafi verið litið á kenn­ara­mennt­un sem grunn und­ir mjög mörg önn­ur störf. „Núna er hægt að fara í há­skóla­nám í öðrum stofn­un­um til þess að mennta sig fyr­ir fjöl­breytn­ina,“ seg­ir hún. Fólk hljóti að huga að ýmsu þegar það vel­ur sér nám, m.a. starfs­vett­vang­inn og þau kjör sem þar bjóðast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert