Minni áhugi á kennslu?

Eftirspurn eftir kennaranámi hefur dvínað undanfarin ár. Þessarar þróunar virðist bæði gæta hér á landi og í nágrannalöndunum og þróunin er áhyggjuefni, að sögn Önnu Kristínar Sigurðardóttur, forstöðumanns kennarabrautar við Kennaraháskóla Íslands.

Umsóknir um nám í grunnskólakennarafræðum við Kennaraháskólann voru 270 í ár en í fyrra voru umsóknirnar 392. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna að sögn Önnu Kristínar. Í ár var nemendum aðeins heimilt að sækja um eina námsleið við KHÍ, en í fyrra mátti sækja um fleiri.

Við skólann eru allnokkrar námsleiðir í boði, þar á meðal leikskólakennaranám, íþróttakennarafræði, þroskaþjálfafræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Anna Kristín segir að heildarumsóknarfjöldi í skólann sé álíka mikill í ár og í fyrra. Spurð um skýringar á fækkun umsókna um grunnskólakennaranám bendir Anna Kristín á að framboð á háskólanámi hafi aukist mjög ár frá ári á síðustu árum.

Áður fyrr hafi verið litið á kennaramenntun sem grunn undir mjög mörg önnur störf. „Núna er hægt að fara í háskólanám í öðrum stofnunum til þess að mennta sig fyrir fjölbreytnina,“ segir hún. Fólk hljóti að huga að ýmsu þegar það velur sér nám, m.a. starfsvettvanginn og þau kjör sem þar bjóðast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka