Ólafur Ragnar á CNN um helgina

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Sjónvarpsstöðin CNN mun um helgina senda út þátt um framtíð orkumála og er viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands meðal helstu efnisatriða þáttarins, samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu.

Charles Hodson, fréttaþulur CNN, tók viðtalið við forseta á Bessastöðum í aprílmánuði en þá kom sérstakt tökulið frá CNN til landsins og safnaði ítarlegu myndefni um Ísland.

Þátturinn ber heitið Principal Voices og verður sýndur á heimsrás CNN fjórum sinnum um helgina: laugardaginn 21. júní kl. 6 að morgni að íslenskum tíma og svo kl. 14 og kl. 19 síðdegis. Sunnudaginn 22. júní verður þátturinn sýndur kl. 6 að morgni að íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert