Reglugerðir um húsnæðislán taka gildi

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti í dag þrjár reglugerðir á grundvelli laga um húsnæðismál sem fela í sér framkvæmd á hluta þeirra aðgerða á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 18 milljónum í 20 milljónir króna.

Þá er brunabótamat afnumið sem viðmið fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs en þess í stað verður miðað við allt að 80% af kaupverði eigna. Þessi breyting miðar ekki síst að því að auðvelda fólki kaup á minni eignum, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem brunabótamat er oft á tíðum um 50% af markaðsverði eigna og því erfitt að fjármagna kaup á litlum íbúðum með lánum frá Íbúðalánasjóði, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka