Sundabrautar saknað

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir það sýna sig hversu Sundabrautar eða Sundabrautarganga er saknað, þegar slys verði í Ártúnsbrekku og tafir af þeirra völdum. 

„Ef við hefðum haft aðra leið inn og út úr borginni, þá værum við ekki að tala um að koma upp ljósaskiltum með aðvörunum. Það hefði verið svo auðvelt fyrir alla að skella sér niður í göngin, hvort sem menn væru að koma úr vestri eða austri,“ segir hún og vísar þar til þess er umferðaróhapp á miðvikudag  leiddi til takmörkunar umferðar í nærri fimm klukkutíma.

Umhverfismati vegna brautarinnar lýkur í haust og þá mun samgönguráðherra kveða upp úr um hvaða legu brautin tekur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert