„Frelsið kann að verða dýrkeypt“

Herdís Þorvaldsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir voru við stofnin sjóðsins Auðlind …
Herdís Þorvaldsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir voru við stofnin sjóðsins Auðlind í gær mbl.is/Kristinn

Fjölmargir þjóðþekktir náttúruverndarsinnar og athafnafólk standa að stofnun Auðlindar-Náttúrusjóðs, nýrra samtaka sem ætla að styrkja endurheimt og viðhald náttúruauðlinda landsins. Sjóðurinn á sér ekki hliðstæðu hér á landi en fyrirmyndin er sótt til útlanda þar sem sambærilegir sjóðir, oft samstarfsvettvangur einkaaðila, fyrirtækja og hins opinbera, vinna að verklegum framkvæmdum á sviði umhverfisverndar.   Vigdís Finnbogadóttir, sem er einn af aðstandendum sjóðsins, sagði í ávarpi sínu á kynningarfundi hans í gær að sér hefði verið sýnd mikil sæmd þegar farið var þess á leit við hana að taka þátt í stofnun sjóðsins.  „Landið á sjálfsmynd sína í tungunni og tungan á sjálfsmynd sína, eins og þjóðin sjálf, í landinu. Landið á allt undir okkur,“ sagði Vigdís. Hún sagði jafnframt að við hefðum stundum tekið okkur frelsi til að fara með landið eins og okkur sýndist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert