Gamalt er enn í gildi

Úr verslun Guðsteins á Laugaveginum
Úr verslun Guðsteins á Laugaveginum mbl.is/Ómar

Húsafriðunarnefnd hefur afhent sérstaka viðurkenningu til verslananna Kirsuberjatrésins og Guðsteins Eyjólfssonar. Viðurkenningin er veitt fyrir varðveislu innréttinga í verslununum, en í báðum húsum standa enn upprunalegar innréttingar frá lokum 19. og upphafi 20. aldar. „Okkur þótti ástæða til veita þeim viðurkenningu fyrir að standa vörð um þessi verslunarhús, og minna á að það er hægt að nota gamlar innréttingar, með því að vekja athygli á því sem vel er gert,“ segir Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður húsafriðunarnefndar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert