Gott veður um land allt

Morgunverður í veðurblíðunni.
Morgunverður í veðurblíðunni. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Milt veður virðist vera um land allt í dag. Samkvæmt Veðurstofunni er hæg norðlæg eða breytileg átt á landinu og skýjað með köflum um landið austanvert, en yfirleitt léttskýjað vestantil.

Ljósmyndari Fréttavefjar Morgunblaðsins tók þessa mynd af léttklæddu fólki að snæða morgunverð á tjaldstæðinu á Brautarholti á Skeiðum í morgun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert