Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa

Ölstofa Kormáks og Skjaldar
Ölstofa Kormáks og Skjaldar mbl.is/Golli

Níu íbúar við Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg andmæla ummælum sem höfð eru eftir Kormáki Geirharðssyni, eiganda Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í Fréttablaðinu þann 7. júní þar sem látið er liggja að því að kvartanir vegna hávaða frá veitinga- og skemmtistöðum við Vegamótastíg komi „mest frá einu símanúmeri.“

Tilefni viðtalsins er bréf, sem eigendum veitinga- og skemmtistaða við Vegamótastíg hefur borist frá borgaryfirvöldum, þess efnis að loka skuli stöðunum eigi síðar en kl. 3 aðfaranætur laugardags og sunnudags.

Staðreyndir máls þessa eru aðrar en koma fram hjá veitingamanninum, segja íbúarnir. Fjölmörg heimili séu örskammt frá fyrrnefndum veitinga- og skemmtistöðum. Staðirnir og gestir þeirra valdi heimilisfólki þar ómældu ónæði á kvöldin og um nætur. Ónæðið er langt umfram það sem venjulegt fólk geti sætt sig við og ræni heimilisfólk svefni hvað eftir annað, börn þar á meðal. Óánægjan sé því mun almennari og meiri en veitingamaðurinn heldur fram.

Íbúarnir lýsa yfir eindregnum stuðningi við hverja þá viðleitni borgar- og lögregluyfirvalda við að hafa hóf á opnunartíma og fjölda veitinga- og skemmtistaða í miðborginni svo stuðla megi að því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa um friðhelgi einkalífs og heimilis verði virtur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert