Húðflúr, sushi og bikinivax

Mun fólk borða sushi frekar en slátur á elliheimilum framtíðarinnar?
Mun fólk borða sushi frekar en slátur á elliheimilum framtíðarinnar? mbl.is/Kristinn

Hvernig skyldi verða um­horfs á dval­ar­heim­il­um fyr­ir aldraða eft­ir rétta fjóra ára­tugi? Verða gömlu góðu spil­in búin að víkja fyr­ir leikja­tölvu og flat­skjá? Harmonikk­an fyr­ir þung­arokki og höfuðhnykkj­um og út­varpið fyr­ir síma með sjálf­stæða hugs­un? Verður spa, húðflúr og bik­ini­vax eins og hver ann­ar hlut­ur? Hver veit?

Og hvað verður í mat­inn? Ind­versk­ur mat­ur, pitsa, pasta, sus­hi? Verða slát­ur og bjúgu jafn fram­andi og ver­ur frá öðrum hnött­um? Varla munu menn held­ur drekka mjólk með matn­um, miklu frek­ar rauðvín eða hvít­vín, eft­ir smekk.

Eng­um vafa er und­ir­orpið að neyslu­venj­ur hafa breyst gríðarlega frá einni kyn­slóð til annarr­ar. Sá mat­ur, sem fólk á átt­ræðis­aldri ólst upp við og þykir gjarn­an best­ur, er alls ólík­ur upp­á­halds­mat pitsu-, ham­borg­ara- og sus­hi-kyn­slóðar­inn­ar.

Er lík­legt að fólk sem nú er um þrítugt taki því fagn­andi að fá bjúgu og sveskju­graut í mat­inn á elli­heim­ili framtíðar­inn­ar? Vill það eiga söng­stund á sal, eða hlusta á Sál­ina? Fjallað er um elli­heim­ili framtíðar­inn­ar í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert