Húðflúr, sushi og bikinivax

Mun fólk borða sushi frekar en slátur á elliheimilum framtíðarinnar?
Mun fólk borða sushi frekar en slátur á elliheimilum framtíðarinnar? mbl.is/Kristinn

Hvernig skyldi verða umhorfs á dvalarheimilum fyrir aldraða eftir rétta fjóra áratugi? Verða gömlu góðu spilin búin að víkja fyrir leikjatölvu og flatskjá? Harmonikkan fyrir þungarokki og höfuðhnykkjum og útvarpið fyrir síma með sjálfstæða hugsun? Verður spa, húðflúr og bikinivax eins og hver annar hlutur? Hver veit?

Og hvað verður í matinn? Indverskur matur, pitsa, pasta, sushi? Verða slátur og bjúgu jafn framandi og verur frá öðrum hnöttum? Varla munu menn heldur drekka mjólk með matnum, miklu frekar rauðvín eða hvítvín, eftir smekk.

Engum vafa er undirorpið að neysluvenjur hafa breyst gríðarlega frá einni kynslóð til annarrar. Sá matur, sem fólk á áttræðisaldri ólst upp við og þykir gjarnan bestur, er alls ólíkur uppáhaldsmat pitsu-, hamborgara- og sushi-kynslóðarinnar.

Er líklegt að fólk sem nú er um þrítugt taki því fagnandi að fá bjúgu og sveskjugraut í matinn á elliheimili framtíðarinnar? Vill það eiga söngstund á sal, eða hlusta á Sálina? Fjallað er um elliheimili framtíðarinnar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert