Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær

Sverrir Vilhelmsson

Í brýnu sló milli hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og útgerðarfyrirtækisins Skutuls í gær. Bátur á vegum Eldingar fylgdi hvalveiðibátnum Nirði eftir á Faxaflóa lengi dags. Um borð í bátnum var fólk á vegum Alþjóðadýraverndunarsjóðsins IFAW og var Sigursteinn Másson í forsvari fyrir hópinn.

Sigursteinn segir að ætlunin hafi verið að ná myndum af veiðunum og koma þeim fyrir sjónir almennings. „Við vildum ná myndum af aðförunum til að fólk geti dæmt sjálft. Þegar við komum á staðinn tóku skipverjar á Nirði niður tækin til veiðanna og héldu til hafnar. Það vekur spurningar um hvað þeir hafa að fela.“

Karl Þór Baldvinsson, skipstjóri á Nirði, segir hegðun manna á bát Eldingar undarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert