Yrði tekinn upp sumartími hér á landi, eins og tíðkast í Evrópu og raunar hér á landi einnig til ársins 1968, myndum við njóta birtunnar og langa sólargangsins betur en nú en á móti kæmi, að skammdegismorgnarnir yrði myrkari.
Nokkur hópur manna hefur barist fyrir því, að klukkunni verði flýtt um klukkustund á vori og seinkað aftur um klukkustund að hausti, en 1968 var það sumartíminn, sem var lögleiddur, og því væri í raun verið að tvöfalda sumartímann. Myrkrið á októbermorgnum yrði því miklu meira en nú.