Sprautur á víðavangi

Sprautunálar
Sprautunálar

Sprautu­nál­ar eru ekki óal­geng sjón þegar ung­menni í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur mæta til vinnu á morgn­ana. Nýj­asta til­fellið eru tvær spraut­ur með nál­um sem fund­ust við Hall­gríms­kirkju. Lauf­ey Blön­dal, nem­andi í Vinnu­skól­an­um, fann ásamt fé­lög­um sín­um spraut­urn­ar þegar þau mættu til vinnu. Önnur spraut­an blasti við á tröpp­um við bak­hlið kirkj­unn­ar en hin fannst í beði, graf­in í mold­inni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lauf­ey finn­ur sprautu­nál­ar í vinn­unni og það sama virt­ist upp á ten­ingn­um hjá öðrum viðmæl­end­um Morg­un­blaðsins í Vinnu­skól­an­um.

Leiðbein­andi sem Morg­un­blaðið ræddi við sagði að það gerðist mjög reglu­lega að spraut­ur fynd­ust í beðum.„All­ir leiðbein­end­ur í Vinnu­skól­an­um fara í gegn­um ör­ygg­is­regl­ur hjá okk­ur áður en þeir hefja störf,“ seg­ir Magnús Arn­ar Svein­björns­son, staðgeng­ill skóla­stjóra Vinnu­skóla Reykja­vík­ur. Hann seg­ir börn­in sjálf ekki fá sér­staka kennslu.

Það eru ákveðin svæði þar sem sér­stök hætta er á að sprautu­nál­ar finn­ist eins og til dæm­is Öskju­hlíðin. „Á þeim svæðum eru leiðbein­end­ur sett­ir vel inn í hvernig bregðast skuli við þegar nál­ar finn­ast en nem­end­urn­ir sjálf­ir fá ekki all­ir slík­ar leiðbein­ing­ar,“ seg­ir Magnús.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert