Veðurblíða áfram á morgun

Pollamót á Akranesi
Pollamót á Akranesi mbl.is/Sigurður Elvar

Útlit er fyrir gott veður áfram á morgun og er spáð 7-16 stiga hita yfir daginn. Margir nutu veðurblíðunnar í dag og ríkti mikil stemming á árlegu Pollamóti sem haldið er á Akranesi um helgina. Um 1.000 drengir á aldrinum 6-98 ára taka þátt í mótinu en nálægt 100 lið voru skráð til keppni. Talið er að á bilinu 4-5.000 manns séu staddir á Akranesi að fylgjast með mótinu.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að næsta sólarhringinn er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt. Skýjað með köflum um landið austanvert, en yfirleitt léttskýjað vestantil. Sums staðar skúrir, einkum sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.

Úr miðbænum
Úr miðbænum mbl.is/G. Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert