Veðurblíða áfram á morgun

Pollamót á Akranesi
Pollamót á Akranesi mbl.is/Sigurður Elvar

Útlit er fyr­ir gott veður áfram á morg­un og er spáð 7-16 stiga hita yfir dag­inn. Marg­ir nutu veður­blíðunn­ar í dag og ríkti mik­il stemm­ing á ár­legu Polla­móti sem haldið er á Akra­nesi um helg­ina. Um 1.000 dreng­ir á aldr­in­um 6-98 ára taka þátt í mót­inu en ná­lægt 100 lið voru skráð til keppni. Talið er að á bil­inu 4-5.000 manns séu stadd­ir á Akra­nesi að fylgj­ast með mót­inu.

Á vef Veður­stofu Íslands kem­ur fram að næsta sól­ar­hring­inn er spáð hægri norðlægri eða breyti­legri átt. Skýjað með köfl­um um landið aust­an­vert, en yf­ir­leitt létt­skýjað vest­an­til. Sums staðar skúr­ir, einkum sunn­an­lands. Hiti 7 til 16 stig að deg­in­um, hlýj­ast suðvest­an­lands.

Úr miðbænum
Úr miðbæn­um mbl.is/​G. Rún­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert