Verð á iPodum mun lækka

HO

„Svo sannarlega,“ svarar Björgvin G. Sigurðsson um hæl, þegar blaðamaður spyr hvort enn standi til að afnema vörugjöld af raftækjum. Eins og glöggir menn muna lét viðskiptaráðherra hafa það eftir sér í október í fyrra að hann vildi afnema vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld lána.

„Fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið skipuðu sérstakan starfshóp til að útfæra niðurfellingu vörugjalda og breytingu á reglum um netverslun. Nota á sumarið til að ljúka þeirri vinnu og ættum við að fá niðurstöðu síðsumars,“ útskýrir Björgvin aðspurður hvað sé að frétta af þessum málum.

Eitt raftæki sem sérstaklega hefur verið nefnt í þessu sambandi er hinn vinsæli tónlistarspilari iPod, en ríkið tekur til sín um 57% af söluandvirði hvers iPods og eru tækin fyrir vikið mun dýrari en í nágrannalöndunum.

Í fríhöfninni bera iPodar ekki vörugjöld.

„Það hefur verið áætlað að ríkissjóður verði af hundruðum milljóna kr. í virðisaukaskattstekjum vegna þess að Íslendingar kaupa iPod erlendis, t.d. er helmingur þeirra iPod-spilara sem koma í viðgerð á þjónustuverkstæði okkar keyptur erlendis. Okkur grunar að hlutfallið sé enn hærra,“ segir Daði Rafnsson, sölustjóri Apple IMC á Íslandi, en fyrirtækið hefur kvartað undan innheimtunni til umboðsmanns Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert