Bílveltur víða um land

Sjúkrabifreið á leið á slysstað í Mývatnssveit í dag
Sjúkrabifreið á leið á slysstað í Mývatnssveit í dag mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ökumaður með tvö ung börn með sér í bíln­um missti stjórn á hon­um skammt norðan við Hval­fjarðargöng með þeim af­leiðing­um að bíll­inn valt út af veg­in­um um klukk­an 14 í dag. Bíll­inn er mikið skemmd­ur en eng­an sakaði.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Akra­nesi missti ökumaður bíl­inn út af veg­in­um, beygði skarp­lega inn á hann aft­ur og þá valt bíll­inn og endaði utan veg­ar. 

Bíl­velta í Mý­vatns­sveit

Önnur bíl­velta varð í Mý­vatns­sveit á þjóðveg­in­um norðan við vatnið á móts við Neslanda­af­leggj­ar­ann um klukk­an 17. Ökumaður náði ekki beygju og ók út af veg­in­um þar sem hann valt og er að sögn lög­reglu gjör­ónýt­ur. 

Ökumaður og farþegi hlutu minni­hátt­ar skrám­ur en voru flutt­ir með sjúkra­bif­reið til Húsa­vík­ur til nán­ari skoðunar. 

 Lenti í hálku og krapi

Um klukk­an 12:30 í dag varð óvenju­leg­asta óhappið þar sem ökumaður á jepp­lingi ók af þurr­um vegi á litl­um hraða skammt aust­an við Hjör­leifs­höfða og lend­ir í krapa og hálku eft­ir að þar hafði gert mikið hagl­él og rann bíll­inn út af veg­in­um og valt á topp­inn.

Ekki urðu slys á mönn­um né mjög mikið tjón að sögn lög­regl­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert