Bílveltur víða um land

Sjúkrabifreið á leið á slysstað í Mývatnssveit í dag
Sjúkrabifreið á leið á slysstað í Mývatnssveit í dag mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ökumaður með tvö ung börn með sér í bílnum missti stjórn á honum skammt norðan við Hvalfjarðargöng með þeim afleiðingum að bíllinn valt út af veginum um klukkan 14 í dag. Bíllinn er mikið skemmdur en engan sakaði.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi missti ökumaður bílinn út af veginum, beygði skarplega inn á hann aftur og þá valt bíllinn og endaði utan vegar. 

Bílvelta í Mývatnssveit

Önnur bílvelta varð í Mývatnssveit á þjóðveginum norðan við vatnið á móts við Neslandaafleggjarann um klukkan 17. Ökumaður náði ekki beygju og ók út af veginum þar sem hann valt og er að sögn lögreglu gjörónýtur. 

Ökumaður og farþegi hlutu minniháttar skrámur en voru fluttir með sjúkrabifreið til Húsavíkur til nánari skoðunar. 

 Lenti í hálku og krapi

Um klukkan 12:30 í dag varð óvenjulegasta óhappið þar sem ökumaður á jepplingi ók af þurrum vegi á litlum hraða skammt austan við Hjörleifshöfða og lendir í krapa og hálku eftir að þar hafði gert mikið haglél og rann bíllinn út af veginum og valt á toppinn.

Ekki urðu slys á mönnum né mjög mikið tjón að sögn lögreglunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert