Eigandi hvolpsins fundinn

Grjótið sem sést á myndinni hafði verið raðað yfir hann. …
Grjótið sem sést á myndinni hafði verið raðað yfir hann. Hvert stk. er ekki minna en 20 kg að þyngd.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um hef­ur eig­andi hvolps­ins sem var urðaður lif­andi og skil­inn eft­ir í hraun­inu skammt frá Kúa­gerði, fund­ist. Mik­il viðbrögð hafa verið vegna hvolps­ins og höfðu marg­ir sam­band við lög­reglu. Verður málið rann­sakað frek­ar enda um dýr­aníð að ræða.

Í há­deg­inu í gær barst lög­regl­unni til­kynn­ing um hund sem hefði fund­ist í hraun­inu skammt frá Kúa­gerði, þar sem ekið er í átt­ina að Keili. Hafði fólk verið þar á ferð með hunda sína, tölu­vert langt frá veg­in­um, er það gekk fram á lít­inn hvolp sem hafði verið urðaður lif­andi og skil­inn eft­ir.

Hafði nokkr­um stór­um og þung­um grjót­hnull­ung­um verið raðið ofan á hvolp­inn svo að aðeins sást rétt í höfuð hans.

Hvolp­ur­inn, sem er lík­leg­ast Do­ber­mann blanda og u.þ.b. fjög­urra mánaða gam­all, var mjög mátt­far­inn og mikið bólg­inn og gat ekki staðið sjálf­ur uppi. Lög­reglu­menn fóru með hann á dýra­spítala sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dýra­lækni í dag, sem ann­ast hvolp­inn, er hann á góðum bata­vegi og mun jafna sig að fullu.

Litli hvolpurinn
Litli hvolp­ur­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert