Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman um tæp sex% frá
því í apríl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 32,8% segjast nú myndu kjósa flokkinn. Á landsbyggðinni nýtur flokkurinn fylgis 25,6% kjósenda en í apríl voru það 39,4 prósent. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins myndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera 21 en þeir eru 25 nú.
Fylgi
Samfylkingar eykst hins vegar um rúm 5% frá síðustu
könnun. 32% segjast nú myndu kjósa flokkinn. Meðal kjósenda
utan höfuðborgarsvæðisins eykst fylgi Samfylkingarinnar um 75%,
úr 21,2 prósentum í 37,2 prósent. Í apríl dalaði fylgi flokksins á
landsbyggðinni hins vegar um þrettán%. Þingmenn
Samfylkingar yrðu samkvæmt þessu 21, en eru nú átján.
Fylgi
Vinstri grænna dregst saman um tæp 4% frá síðustu
könnun og segist 17,1 prósent styðja flokkinn. Samkvæmt því myndi
þingflokkur Vinstri grænna telja ellefu manns, tveimur fleiri en
flokkurinn hefur nú.