Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins dregst sam­an um tæp sex% frá því í apríl, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins. 32,8% segj­ast nú myndu kjósa flokk­inn.  Á lands­byggðinni nýt­ur flokk­ur­inn fylg­is 25,6% kjós­enda en í apríl voru það 39,4 pró­sent. Sam­kvæmt könn­un Frétta­blaðsins myndu þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins vera 21 en þeir eru 25 nú.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar eykst hins veg­ar um rúm 5%  frá síðustu könn­un. 32% segj­ast nú myndu kjósa flokk­inn. Meðal kjós­enda utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eykst fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um 75%, úr 21,2 pró­sent­um í 37,2 pró­sent. Í apríl dalaði fylgi flokks­ins á lands­byggðinni hins veg­ar um þrett­án%. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar yrðu sam­kvæmt þessu 21, en eru nú átján.

Fylgi Vinstri grænna dregst sam­an um tæp 4% frá síðustu könn­un og seg­ist 17,1 pró­sent styðja flokk­inn. Sam­kvæmt því myndi þing­flokk­ur Vinstri grænna telja ell­efu manns, tveim­ur fleiri en flokk­ur­inn hef­ur nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert