Íslenska leiðin gæti nýst öðrum

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vonast til þess að undir lok fjórða kjörtímabils síns, árið 2012, hafi honum tekist að sannfæra aðrar þjóðir um hagnýtt gildi jarðvarmaorku.

Þetta kom fram í viðtali við forsetann í þættinum Principal Voices á CNN og fjallaði um framtíð orkumála.

Ólafur benti á að á miðjum 8. áratug síðustu aldar hefði ástandið í Mið-Austurlöndum gert það að verkum að lífsskilyrðin hér á landi versnuðu og leita varð annarra leiða til að fá orku. Íslendingum hefði tekist að fara úr því að reiða sig á olíu og jarðefnaeldsneyti yfir í að nýta þá hreinu orku sem landið byggi yfir. „Ef Ísland gat gert þetta, miðað við hvernig ástandið var fyrir 30-40 árum og hvernig það er núna, þá held ég að sérhvert land í heiminum geti gert þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert