Steingrímur Hermannsson 80

Steingrímur Hermannsson er áttræður í dag.
Steingrímur Hermannsson er áttræður í dag. mbl.is/Frikki

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra er áttræður í dag. Honum til heiðurs heldur Framsóknarflokkurinn málþing sem nú stendur í Salnum í Kópavogi.

Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í ræðu sinni um Steingrím að hann ætti það sammerkt með þeim mönnum sem ná því stóra marki að verða forsætisráðherrar einnar þjóðar að mikið er í hann spunnið og að slíkir menn þyrftu að vera bæði gerðir úr gulli og grjóti.

Í ræðu sinni sagði Guðni: „þjóðin treysti honum og hafði þá tilfinningu að hann myndi hvers manns vandræði leysa með einlægni sinni og föðurlegri framgöngu."

Aðrir sem munu taka til máls á afmælisþingi þessu eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Helga Jónsdóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð en ræða hennar nefnist Minningarbrot aðstoðarmanns. Birgir Guðmundsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra og
prófessor emeritus við verkfræðideild Háskóla Íslands.

Benni Hemm Hemm mun sjá um tónlistaratriði sem og Félagar úr Fóstbræðrum.


Steingrímur hlýðir á ræðuhöld á málþingi sem haldið er honum …
Steingrímur hlýðir á ræðuhöld á málþingi sem haldið er honum til heiðurs. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka