Þrumur og haglél á Hellu

Frá Strandavelli á Hellu.
Frá Strandavelli á Hellu. mbl.is/Óskar Sæmundsson

Þrumuveður gengur nú yfir Suðurland og sögðu kylfingar á golfvellinum við Hellu farir sínar ekki sléttar er skyndilega dró ský fyrir sólu og yfir þá dundi haglél með miklum látum. „Hitinn fór niður úr 14 stigum niður í 9,5 þegar haglélið kom," sagði Elínborg Önundardóttir starfsmaður GHR.

„Þetta var svakalegt, menn heyrðu þrumur og sáu eldingar en það var fullt af kylfingum úti á vellinum þegar veðrið gekk yfir," sagði Elínborg og bætti því við að flestir hefðu komið inn að fá kakó. „Nema einn sem fékk lánaða regnhlíf til að geta haldið áfram að spila," sagði Elínborg.

„Það er svakaleg úrkoma núna, það eru pollar út um allan völl," sagði Elínborg.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert