Um sextíu flugmönnum hjá Icelandair og allt að hundrað og fimmtíu flugfreyjum, verður sagt upp eftir helgi. Lausráðnir starfsmenn fá ekki endurráðningu, og eins missa fastráðnir vinnuna. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Dregið verður úr áætlunarflugi í vetur og áhöfnum fækkað. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á þriðjudagsmorgun þar sem fara á yfir framtíðarhorfur fyrirtækisins.
Viðbúið er að einnig verði fækkað í öðrum deildum. Að
minnsta kosti 200 manns missa því vinnuna. Björgólfur Jóhannsson,
forstjóri Icelandair Group, vildi ekki tjá sig um fyrirhugaðar
uppsagnir í dag við fréttastofu Sjónvarps.