Völlur fyrir 50 flygildi

Frá fis-flugvellinum á Hólmsheiði
Frá fis-flugvellinum á Hólmsheiði mbl.is/RAX

Lögð hefur verið 260 metra flug braut fyrir flygildi á Hólmsheiði, auk þess sem landið í kring hefur verið sléttað og lagfært. Það er Fisfélag Reykjavíkur, sem stendur í þessum framkvæmdum, en félagið verður að víkja með starfsemi sína af Úlfarsfelli vegna nálægðar við nýja byggð.

Fisfélagið er flugíþróttaklúbbur og í honum eru rúmlega 100 manns, sem ýmist fljúga á flygildum með og án mótors og menn sem stökkva fram af hengjum og láta sig svífa í svifvængjum og drekum. Félagar í FIS eiga um 50 vélknúin fis og fengu úthlutað frá borginni þessu svæði á Hólmsheiði. Fyrirhugað er að leggja fleiri brautir þegar fram í sækir og í haust verður byrjað að reisa flugskýli á Hólmsheiðinni. Þrjú slík skýli eru á Úlfarsfelli og aðstoðar borgin félagsmenn við flutninginn.

„Þetta eru framkvæmdir upp á milljónatugi og það er talsvert fjármagn fyrir svona grasrótarfélag,“ segir Gylfi Árnason, verkfræðingur og einn félaga Fisfélagsins. „Við hefðum gjarnan viljað malbika þessa braut en grasið verður að duga fyrst um sinn. Við höfum notið aðstoðar góðra manna sem hafa lagt til tæki eins og jarðýtur og hefla. Það er reyndar rétt svo að við getum haldið lífi í grasinu með því að fá lánaða vatnsbíla til að vökva, því það hefur ekki rignt mikið upp á síðkastið,“ segir Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka