Ekkert sést til bangsa

Reuters

Ekk­ert hef­ur sést til hvíta­bjarn­ar sem fólk taldi sig hafa séð við Bjarn­ar­fell á Skaga í gær. Að sögn Stef­áns Vagns Stef­áns­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Sauðár­króki, hef­ur þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flogið yfir svæðið án ár­ang­urs. Vænt­an­lega verður leit­ar­svæðið stækkað þegar leit verður haldið áfram síðar í dag.

Að sögn Stef­áns hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um hvort leitað verður á landi. Lög­regl­an beina því til veg­far­anda á þessu svæði að sýna aðgát, og hvet­ur hún fólk til þess að vera ekki á ferð á þess­um slóðum að óþörfu.

Í gær­kvöldi barst lög­regl­unni á Sauðár­króki til­kynn­ing frá fólki, sem var á göngu við Bjarn­ar­vötn á Skaga, um að það hefði hugs­an­lega séð ís­björn við Bjarn­ar­fell. Sá fólkið til­sýnd­ar hvítt dýr sem hreyfði sig þung­lama­lega. Fólkið náði ljós­mynd­um af dýr­inu, en þær munu þó vera nokkuð óskýr­ar.

Eft­ir skoðun mynd­anna og viðræður við fólkið, sem lög­regla tel­ur trú­verðugt, var ákveðið að leita svæðið úr lofti. Var not­ast við tvær flug­vél­ar í nótt við leit­ina, en þoka gerði þó leit­ar­mönn­um erfitt fyr­ir.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka