Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Vext­ir Íbúðalána­sjóðs lækka í dag. Útlána­vext­ir íbúðalána með
upp­greiðslu­ákvæði verða 5,05% en 5,55% á íbúðalán án upp­greiðslu­ákvæðis. Áður voru vext­ir lána með upp­greiðslu­ákvæði 5,20% og 5,70% á lán­um án upp­greiðslu­ákvæðis. Vaxta­ákvörðunin bygg­ir á ávöxt­un­ar­kröfu í ný­loknu útboði íbúðabréfa.

Vegn­ir vext­ir í útboðinu og upp­greiddra ÍLS-bréfa eru 4,59%. Vaxta­álag vegna rekstr­ar er 0,25%, vegna út­lána­áhættu 0,20% og vegna upp­greiðslu­áhættu 0,50%.  Hin nýja vaxta­ákvörðun tek­ur gildi í dag, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Íbúðalána­sjóði. Alls bár­ust til­boð að nafn­v­irði 20,8 millj­arður króna í útboðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert