Leit að bjarndýri stendur yfir

Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir nokkrum vikum.
Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir nokkrum vikum. mbl.is

Átta manna hóp­ur leit­ar nú hvíta­bjarn­ar á þeim slóðum sem fólk taldi sig hafa séð slíka skepnu í grennd við Bjarn­ar­fell á Skaga í gær. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar leitaði án ár­ang­urs í dag og er far­in suður til Reykja­vík­ur en lít­il flug­vél hef­ur tekið við leit úr lofti.

Einn lög­reglumaður er í hópn­um ásamt þrem­ur  björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um og fjór­um skytt­um.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar á Sauðár­króki sagði að eitt­hvað yrði leitað fram á kvöld en enn hefði ekki sést til bjarn­dýra.

Í gær­kvöldi barst lög­regl­unni á Sauðár­króki til­kynn­ing frá fólki, sem var á göngu við Bjarn­ar­vötn á Skaga, um að það hefði hugs­an­lega séð hvíta­björn við Bjarn­ar­fell. Sá fólkið til­sýnd­ar hvítt dýr sem hreyfði sig þung­lama­lega. Fólkið náði ljós­mynd­um af dýr­inu, en þær munu þó vera nokkuð óskýr­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert