Mikil röskun á flugi

Reiknað er með mikilli röskun á flugi á föstudaginn.
Reiknað er með mikilli röskun á flugi á föstudaginn. mbl.is/RAX

Reiknað er með mikilli röskun og truflunum á alþjóðaflugi komi til verkfalls flugumferðastjóra á föstudaginn kemur. í tilkynningu frá Flugstoðum ohf segir að röskunin verði umfangsmikil og muni magnast eftir því sem samfelldum verkfallsdögum fjölgar.

Í tilkynningunni segir: „Ljóst er að veruleg röskun getur orðið á flugumferð vegna  verkfallsaðgerðanna. Á þessum tíma árs eru brottfarir í 
millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á  tímabilinu frá 07:00 til 11:00 um 20 talsins.

Miðað við að aðeins 8 flugvélum verður heimilt flugtak á þessu tímabili er augljóst að  mikil röskun verður á áætlun flugvéla frá landinu. Þessi röskun mun magnast þegar verkföllin skella á dag eftir dag.

Flugstoðir ohf. hafa samið viðbúnaðaráætlun, sem gerir ráð fyrir að þjónusta við yfirflug í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið verði óskert fyrstu tvo verkfallsdagana á milli kl. 07:00 og 11:00, þótt flug til landsins leggist af og flug frá landinu verði takmarkað við tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli á hverri klukkustund.

Þessi áætlun tekur mið af tilboði Félags íslenskra flugumferðarstjóra um framkvæmd verkfalls fyrstu tvo verkfallsdagana, 27. og 30. júní. Í framhaldinu má búast við að þjónusta við alþjóðaflugið verði fyrir verulegum truflunum.

Í  viðbúnaðaráætlun Flugstoða er gert ráð fyrir að allt flug í gegnum 
flugstjórnarsvæði Íslands leggist af meðan á verkfallsaðgerðum stendur eftir fyrstu tvo verkfallsdagana.

Allt innanlandsflug leggst niður á verkfallstímanum, sem stendur í 
fjórar klukkustundir í senn verkfallsdagana tuttugu en verkföllin 
hefjast ýmist kl. 07:00, 08:00 eða 09:00. Full þjónusta verður þó við 
sjúkra- og neyðarflug á meðan á verkfallsaðgerðum stendur.

Ljóst er að veruleg röskun getur orðið á flugumferð vegna 
verkfallsaðgerðanna. Á þessum tíma árs eru brottfarir í 
millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á 
tímabilinu frá 07:00 til 11:00 um 20 talsins.

Miðað við að aðeins 8 flugvélum verður heimilt flugtak á þessu tímabili er augljóst að  mikil röskun verður á áætlun flugvéla frá landinu. Þessi röskun mun magnast þegar verkföllin skella á dag eftir dag.

Á verkfallstímanum munu engar flugvélar á leið til landsins lenda hérlendis. Ekkert innanlandsflug verður á verkfallstímanum, sem hefur í för með sér að 
a.m.k. fjögurra klukkustunda seinkun flugi. Búast má við að þessar 
seinkanir hafi veruleg óþægindi  og kostnað í för með sér fyrir 
ferðamenn auk þess sem flugfélögin verða fyrir miklum aukakostnaði."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert