Samkvæmt því er kemur fram í skýrslu Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins er heildarfjöldi hrefna á landgrunninu við Ísland um 10.680 dýr. Er það samkvæmt talningu á síðasta ári. Þetta er töluvert lægri tala en úr talningunni árið 2001, þegar 43.633 hrefnur voru taldar á landgrunninu.
Samkvæmt talningum íslenskra og færeyskra aðila árið 2007 eru langreyðar einnig töluvert færri en árið 2001. Talið er að þær séu 21.628 en árið 2001 var talið að þær væru 24.887.