Lögreglan ná Selfossi handtók tvo karlmenn á skemmtistað í bænum um helgina. Veittust mennirnir að lögreglu þar sem þeir voru óeinkennisklæddir við eftirlitsstörf.
Í dagbók lögreglunnar kemur fram að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af karlmanni þar sem hann var að ónáða konur inni á snyrtingu. Síðar um kvöldið hafði maðurinn svo í hótunum við lögreglumennina, og var þá félagi hans með honum. Mennirnir voru yfirbugaðir og fluttir í fangageymslu. Þeir eiga yfir höfði sér kæru vegna brota á áfengis- og lögreglulögum.