Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag, eru 57 prósent landsmanna andvígir frekari virkjunum fyrir orkufrekan iðnað. 41,1 prósent svarenda á landsbyggðinni styður frekari virkjanir til stóriðju, og 44,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikill munur er á afstöðu karla og kvenna.
Að mati Náttúruvernadarsamtaka Íslands má skýra niðurstöðu þessarar könnunar með þeirri staðreynd að náttúruvernd á vaxandi fylgi að fagna í samfélaginu.