Áhyggjur af haustinu

Gengisbreytingar, olíuverð og verkföll plaga ferðamannaiðnaðinn.
Gengisbreytingar, olíuverð og verkföll plaga ferðamannaiðnaðinn. mbl.is/Ásdís

Afbókanir og færri skammtímabókanir hjá innlendum fyrirtækjum í ferðaþjónustu veldur áhyggjum um afkomuna á næsta hausti. Fyrirhugaðar vinnustöðvanir flugumferðastjóra, gengissveiflur og hátt olíuverð valda einnig áhyggjum af þrengingum.


Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Erna Hauksdóttir sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV að núþegar sé talsvert um afbókanir á ferðum og gistingu í sumar og minna um ferðamenn sem ekki hafi bókað langt fram í tímann.

„Menn hafa mjög miklar áhyggjur af haustinu. Bæði bókanalega séð og svo hafa flugfélögin boðað að þau muni draga úr flugi og það hefur áhrif á ferðaþjónustuna," sagði Erna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka