Eldsneytisverð hefur hækkað á flestum bensínstöðvum í gær og í dag. Nemur hækkunin í flestum tilvikum þremur krónum á lítrann en algengt verð á algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu nú 176,40 krónur en það hækkaði í síðustu viku og var eftir þá hækkun 173,40 krónur. Lítrinn af díselolíu kostar víða 192,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Lítrinn af díselolíu hækkaði í síðustu viku í 189,80 krónur.
Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, segir að helsta skýringin á hækkun nú sé lækkun á gengi krónunnar en innkaup á eldsneyti eru í Bandaríkjadölum. Eins hefur hækkun á heimsmarkaðsverði á hráolíu einnig áhrif.
Að sögn Magnúsar skiptir hver dagur máli fyrir olíufélögin, það er gengi krónunnar og heimsmarkaðsverð á olíu hvort heldur sem það er til hækkunar eða lækkunar.